Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 13:31 Hilmar Bjarki Gíslason, Dagur Árni Heimisson og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru ungir strákar sem fá að spila hjá KA. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira