Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 07:30 Cristiano Ronaldo segist hafa séð fyrir sér frábæra leiktíð hjá Manchester United í vetur. Getty/James Gill Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. Margir af stærstu íþróttamiðlum heims fjölluðu ítrekað um það í sumar að Ronaldo vildi losna frá United og komast að hjá liði sem spilaði í Meistaradeild Evrópu, en ekkert varð af því að hann færi frá félaginu. Því var haldið fram að stærstu félög Evrópu hefðu ekki áhuga á að fá Ronaldo en hinn 37 ára gamli Portúgali blæs á það í viðtalinu á TalkTV. Spænska blaðið Marca sagði frá því að Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefði viljað gera tveggja ára samning við Ronaldo, og að tilboðið hefði hljóðað upp á 305 milljónir punda og gert hann að launahæsta knattspyrnumanni sögunnar. „Það er satt, já það er satt,“ sagði Ronaldo spurður út í orðróminn um tilboð frá Sádi-Arabíu. „En það sem fjölmiðlarnir segja, þetta kjaftæði um að enginn vilji fá mig, það er algjörlega rangt,“ sagði Ronaldo og hélt áfram. „Ég var mjög ánægður hérna, í hreinskilni sagt. Ég var gíraður í að eiga frábæra leiktíð hérna. En þeir [fjölmiðlar] héldu áfram að endurtaka að enginn vildi Ronaldo. Hvernig ættu þeir ekki að vilja leikmann sem skoraði 32 mörk á síðustu leiktíð, að landsliði meðtöldu?“ Ætlar að spila til fertugs Morgan spurði Ronaldo hvernig hefði verið að hafna hinu háa tilboði frá Sádi-Arabíu: „Það var erfitt, það var erfitt. En á sama tíma fannst mér ég vera mjög ánægður hérna, og að ég gæti enn skorað mörk. Ég held að ég geti enn skorað mörg, mörg mörk og hjálpað liðinu því mér finnst ég enn vera góður og geta hjálpað landsliðinu – sem og Manchester United. En þegar maður finnur að orkan er ekki með manni í liði þá er það erfitt,“ sagði Ronaldo og kvaðst sjá fyrir sér að hann myndi gera stóra hluti á HM sem er að hefjast í Katar. Ronaldo kveðst alls ekki vera að íhuga að hætta í fótbolta heldur sjái hann fyrir sér að það sé passlegt að hætta fertugur. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir „Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. 17. nóvember 2022 20:42 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. 17. nóvember 2022 07:00 „Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. 16. nóvember 2022 20:25 Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. 16. nóvember 2022 07:01 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Margir af stærstu íþróttamiðlum heims fjölluðu ítrekað um það í sumar að Ronaldo vildi losna frá United og komast að hjá liði sem spilaði í Meistaradeild Evrópu, en ekkert varð af því að hann færi frá félaginu. Því var haldið fram að stærstu félög Evrópu hefðu ekki áhuga á að fá Ronaldo en hinn 37 ára gamli Portúgali blæs á það í viðtalinu á TalkTV. Spænska blaðið Marca sagði frá því að Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefði viljað gera tveggja ára samning við Ronaldo, og að tilboðið hefði hljóðað upp á 305 milljónir punda og gert hann að launahæsta knattspyrnumanni sögunnar. „Það er satt, já það er satt,“ sagði Ronaldo spurður út í orðróminn um tilboð frá Sádi-Arabíu. „En það sem fjölmiðlarnir segja, þetta kjaftæði um að enginn vilji fá mig, það er algjörlega rangt,“ sagði Ronaldo og hélt áfram. „Ég var mjög ánægður hérna, í hreinskilni sagt. Ég var gíraður í að eiga frábæra leiktíð hérna. En þeir [fjölmiðlar] héldu áfram að endurtaka að enginn vildi Ronaldo. Hvernig ættu þeir ekki að vilja leikmann sem skoraði 32 mörk á síðustu leiktíð, að landsliði meðtöldu?“ Ætlar að spila til fertugs Morgan spurði Ronaldo hvernig hefði verið að hafna hinu háa tilboði frá Sádi-Arabíu: „Það var erfitt, það var erfitt. En á sama tíma fannst mér ég vera mjög ánægður hérna, og að ég gæti enn skorað mörk. Ég held að ég geti enn skorað mörg, mörg mörk og hjálpað liðinu því mér finnst ég enn vera góður og geta hjálpað landsliðinu – sem og Manchester United. En þegar maður finnur að orkan er ekki með manni í liði þá er það erfitt,“ sagði Ronaldo og kvaðst sjá fyrir sér að hann myndi gera stóra hluti á HM sem er að hefjast í Katar. Ronaldo kveðst alls ekki vera að íhuga að hætta í fótbolta heldur sjái hann fyrir sér að það sé passlegt að hætta fertugur.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir „Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. 17. nóvember 2022 20:42 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. 17. nóvember 2022 07:00 „Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. 16. nóvember 2022 20:25 Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. 16. nóvember 2022 07:01 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
„Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. 17. nóvember 2022 20:42
„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01
Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. 17. nóvember 2022 07:00
„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. 16. nóvember 2022 20:25
Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. 16. nóvember 2022 07:01
Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05