Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 14:30 Lokasóknin fór yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. S2 Sport Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira