Tugmilljarða hagnaður hjá Landsvirkjun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2022 14:51 Sogsvirkjun Landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 31 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er besta rekstrarniðurstaða á þessu tímabili í sögu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar þar sem helstu niðurstöður níu mánaða uppgjörs fyrirtækisins eru reifaðar. Hagnaður tímabilsins var 31 milljarður króna. Á sama tímabili síðasta árs nam hagnaðurinn 13,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 35 milljörðum króna. Er um að ræða 56,8 prósent hækkun á milli ára. Rekstrartekjur námu 72,2 milljörðum króna en voru 51,6 milljarðar króna yfir sama tímabil á síðast ári. Þær hækka því um 25 prósent. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri nam 51 milljarði króna sem er töluverð hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. Þá nam handbært fé frá rekstri 31,1 milljarði króna. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,1 dollarar á megavattstund, sem er hæsta verð á fyrstu níu mánuðum ársins í sögu Landsvirkjunar. Á gengi dagsins í dag er það um bil sex þúsund krónur. „Rekstrarniðurstaða fyrstu níu mánaða ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 57% miðað við sama tímabil í fyrra og nam rúmum 35 milljörðum króna. Þessa aukningu má einkum rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og hækkunar á raforkuverði til stórnotenda, en hana má meðal annars rekja til endursamninga undanfarinna ára sem tryggt hafa að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar borga nú verð sem er sambærilegt við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunnar í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna dræms innrennslis til lóna og tíðra óveðra. „Fjölbreytt ný eftirspurn eftir raforku er bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Henni er því miður ekki hægt að mæta nema að takmörkuðu leyti, enda er orkukerfið fulllestað með tilliti til bæði afls og orku. Óhjákvæmilegt er að forgangsraða frekari sölu við þessar aðstæður,“ er einnig haft eftir Herði. Fyrr á árinu samþykkti stjórn félagsins að greiða eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkinu, fimmtán milljarða í arð fyrir árið 2021. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar þar sem helstu niðurstöður níu mánaða uppgjörs fyrirtækisins eru reifaðar. Hagnaður tímabilsins var 31 milljarður króna. Á sama tímabili síðasta árs nam hagnaðurinn 13,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 35 milljörðum króna. Er um að ræða 56,8 prósent hækkun á milli ára. Rekstrartekjur námu 72,2 milljörðum króna en voru 51,6 milljarðar króna yfir sama tímabil á síðast ári. Þær hækka því um 25 prósent. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri nam 51 milljarði króna sem er töluverð hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. Þá nam handbært fé frá rekstri 31,1 milljarði króna. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,1 dollarar á megavattstund, sem er hæsta verð á fyrstu níu mánuðum ársins í sögu Landsvirkjunar. Á gengi dagsins í dag er það um bil sex þúsund krónur. „Rekstrarniðurstaða fyrstu níu mánaða ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 57% miðað við sama tímabil í fyrra og nam rúmum 35 milljörðum króna. Þessa aukningu má einkum rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og hækkunar á raforkuverði til stórnotenda, en hana má meðal annars rekja til endursamninga undanfarinna ára sem tryggt hafa að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar borga nú verð sem er sambærilegt við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunnar í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna dræms innrennslis til lóna og tíðra óveðra. „Fjölbreytt ný eftirspurn eftir raforku er bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Henni er því miður ekki hægt að mæta nema að takmörkuðu leyti, enda er orkukerfið fulllestað með tilliti til bæði afls og orku. Óhjákvæmilegt er að forgangsraða frekari sölu við þessar aðstæður,“ er einnig haft eftir Herði. Fyrr á árinu samþykkti stjórn félagsins að greiða eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkinu, fimmtán milljarða í arð fyrir árið 2021.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20