Körfubolti

Er Keflavík óstöðvandi?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hörður, Ólöf Helga og Pálína ræddu velgengni Keflavíkurliðsins í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi.
Hörður, Ólöf Helga og Pálína ræddu velgengni Keflavíkurliðsins í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Vísir

Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Hörður Unnsteinsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds kvenna og sérfræðingarnir Pálína Gunnlaugsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir ræddu velgengni Keflavíkur í Subway-deild kvenna hingað til á tímabilinu en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu.

Liðið lagði Hauka í síðustu umferð en þess leiks var beðið með mikilli eftirvæntingu enda Haukar með vel mannað og margir sem sáu fyrir sér að Keflavík myndi tapa sínum fyrsta leik í vetur í Ólafssal.

„Keflavík er að mæta Val í næstu umferð í Keflavík og eiga svo eitthvað af neðri liðum deildarinnar eftir það. Hvað geta þær farið langt ósigraðar? Er hægt að fara í fimmtán, sextán eða meira,?“ spurði Hörður Ólöfu Helgu.

„Geta þær ekki bara farið alla leið, þangað til einvher stoppar þær? Ég hef fulla trú á að þær geti farið í fimmtán eða sextán. Ég hlakka til að sjá Njarðvík-Keflavík, það er alltaf skemmtilegt að sjá þessa nágrannalsagi.“

„Það eru sjö leikir í það,“ svaraði Hörður þá en Ólöf sagði að henni fyndist lið Keflavíkur alltaf verða betra og betra.

Þá var einnig farið vel yfir framlag íslensku leikmanna liðsins sem og frammistöðu Harðar Axels Vilhjálmssonar sem þjálfari liðsins. Alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Keflavík í Subway-deild kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×