Eru allar tær eins? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Mjög mikilvægt er að hugsa vel um tærnar hjá sér en nemendur hjá Keili læra það meðal annars, sem eru í námi í fótaaðgerðafræði í skólanum. Margir þeirra opna stofu eftir námið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira