Kristján var handtekinn á Spáni fyrr á þessu ári og gekk myndband af handtökunni um samfélagsmiðla.
Fyrr í kvöld deildi hann myndbandi af sér á sólarströnd þar sem hann segist nú loksins frjáls.
„Eftir átta mánuði í „the cárcel“ þá er ég frjáls. Og hef ég sögur að segja, madre mia!,“ segir Kristján.
Kristján er fyrrverandi unnusti Svölu Björgvins söngkonu en þau trúlofuðu sig í desember 2020 og fékk Kristján sér húðflúr af nafni Svölu á úlnlið sinn það sama ár.
Áður hefur Kristján verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot hérlendis og hefur auk þess verið kærður fyrir líkamsárás en hann var sýknaður af henni í maí 2021.