Katörsk stjórnvöld höfðu gefið blessun sína yfir bjórsölu í kringum heimsmeistaramótið en tóku svo óvænta U-beygju á föstudaginn, tveimur dögum fyrir mót, og tóku fyrir slíka sölu. Jónas Grani segir að hægt sé að njóta fótbolta án öls.
„Ég held að ef menn gætu í einhverja smá stund áttað sig á því að HM snýst ekki um bjór og brennivín, þá held ég að menn gætu séð að þetta væri bara og verði flott. Það er mikið í lagt og ég held að þetta verði mjög flott mót,“
„Fólk mætti gjarnan sýna örlítið meira umburðarlyndi gagnvart því hvar þetta er og hætta kannski að horfa í það að bjórinn sé aðalatriðið. Þó að hann sé alveg ágætur þá þarf þetta ekki alltaf að snúast um það og það er ekki allt vonlaust þó að allt sé ekki eins og heima hjá þér,“ segir Jónas Grani.
Á að vera ævintýri
Jónas Grani segir fótbolta vera sameiningartákn og umræðan megi miða að því, fremur en áfengi.
„Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta í landi sem við áttum aldrei von á að myndi halda HM, frekar en við áttum von á því að Ísland myndi einhvern tíma spila á HM,“
„Fótbolti hefur víða um heim jafnvel stoppað bardaga og þannig á fótbolti að vera. Hann á ekki að snúast um bjór og hann á ekki að snúast um trúarbrögð. Hann á bara að snúast um leikinn og við eigum að sameinast um það horfa á fótboltann og njóta hans,“
Ein verslun í borginni sem selur áfengi
En hvernig er að finna sér ölsöpa í landinu?
„Meira en helmingurinn af hótelunum bjóða upp á bjór. Ansi mörg eru þurr eins og það er kallað. Svo er ein búð í Doha sem selur áfengi og svínakjöt. Ég hélt þetta væri keðja þegar ég kom en þetta er sem sagt bara ein búð,“