„Hlakka til að þurfa aldrei að keyra þennan bíl aftur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 20:31 Verstappen og Red Bull fögnuðu enn einum sigrinum í síðasta Formúlu 1 móti dagsins í dag. Vísir/Getty Max Verstappen varð hlutskarpastur í síðasta Formúlu 1 keppni ársins sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Charles Leclerc náði öðru sæti í keppni ökuþóra en Lewis Hamilton þurfti að hætta keppni vegna vélarbilunar. Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn