Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2022 07:45 Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngurinn var spilaður. epa/Neil Hall Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira