Sanna Marin segir Úkraínu verða að sigra stríðið án þess að tapa landsvæðum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2022 19:20 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segja þjóðir þeirra hafa átt gott samstarf í þau 75 ár sem stjórnmálasamband ríkjanna hefur verið milli ríkjanna. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands kom í eins dags vinnuheimsókn til Reykjavíkur í morgun til að funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þær komu saman í Norræna húsinu sem var teiknað af Alvar Aalto einum frægasta arkitekt Finnlands. Forsætisráðherrarnir ræddu mörg málefni á fundi sínum eins og loftslagsmál, jafnrétti kynjanna og geðheilbrigði unga fólksins og svo auðvitað öryggismál. Forsætisráðherrarnir áttu rúmlega klukkustundar vinnufund með aðstoðarfólki sínu í Norræna húsinu í dag.Stöð 2/HMP „Eins og þið flest vitið þá var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að samþiggja umsóknir Finnlands og Svíþjóðar að NATO hér á Alþingi. Stuðningur okkar er sterkur og við vonum einlæglega að hægt verði að ljúka þessu ferli sem fyrst," sagði Katrín. Að loknum fundi þeirra í Norræna húsinu áttu forsætisráðherrarnir opnar umræður í Þjóðminjasafninu. Þar sagði finnski forsætisráðherrann innrás Rússa í Úkraínu hafa gjörbreytt stöðu varnarmála í Finnlandi. „Ég tel að hugur fólks hafi breyst um leið og Rússar réðust á Úkraínu. Vegna þess að við deilum 1.300 kílímetra landamærum með Rússlandi. Við eigum einnig mjög erfiða sögu með Rússum og höfum átt í stríði við þá. Við viljum tryggja að við höfum NATO landamæri að Rússlandi í framtíðinni sem Rússa fara ekki yfir," sagði Marin. Án innrásarinnar væru Finnar sennilega ekki að sækja um aðild að NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands ræddu saman á opnum fundi í Þjóðminjasafninu undir stjórn Heimis Más Péturssonar fréttamanns.Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherrarnir voru sammála um nauðsyn þess að veita Úkraínu allan þann stuðning sem þyrfti til að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríðinu. Að öðrum kosti muni Rússar ógna öðrum ríkjum Evrópu næst eins og Moldóvu og Eistrasaltsríkjunum að mati Marin. „Þetta er ögurstund. Við verðum að tryggja að Úkraína hafi sigur í stríðinu með okkar aðstoð og við verðum að standa fast á því. Vegna þess að ef við verjum ekki gildi okkar núna og segjum; samþiggjum einhvers konar frið, takið bara þennan hluta Úkraínu. Þá bíður þetta okkar bara í framtíðinni og við verðum ítrekað í stríðsástandi í Evrópu,“ segir Sanna Marin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27 Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands kom í eins dags vinnuheimsókn til Reykjavíkur í morgun til að funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þær komu saman í Norræna húsinu sem var teiknað af Alvar Aalto einum frægasta arkitekt Finnlands. Forsætisráðherrarnir ræddu mörg málefni á fundi sínum eins og loftslagsmál, jafnrétti kynjanna og geðheilbrigði unga fólksins og svo auðvitað öryggismál. Forsætisráðherrarnir áttu rúmlega klukkustundar vinnufund með aðstoðarfólki sínu í Norræna húsinu í dag.Stöð 2/HMP „Eins og þið flest vitið þá var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að samþiggja umsóknir Finnlands og Svíþjóðar að NATO hér á Alþingi. Stuðningur okkar er sterkur og við vonum einlæglega að hægt verði að ljúka þessu ferli sem fyrst," sagði Katrín. Að loknum fundi þeirra í Norræna húsinu áttu forsætisráðherrarnir opnar umræður í Þjóðminjasafninu. Þar sagði finnski forsætisráðherrann innrás Rússa í Úkraínu hafa gjörbreytt stöðu varnarmála í Finnlandi. „Ég tel að hugur fólks hafi breyst um leið og Rússar réðust á Úkraínu. Vegna þess að við deilum 1.300 kílímetra landamærum með Rússlandi. Við eigum einnig mjög erfiða sögu með Rússum og höfum átt í stríði við þá. Við viljum tryggja að við höfum NATO landamæri að Rússlandi í framtíðinni sem Rússa fara ekki yfir," sagði Marin. Án innrásarinnar væru Finnar sennilega ekki að sækja um aðild að NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands ræddu saman á opnum fundi í Þjóðminjasafninu undir stjórn Heimis Más Péturssonar fréttamanns.Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherrarnir voru sammála um nauðsyn þess að veita Úkraínu allan þann stuðning sem þyrfti til að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríðinu. Að öðrum kosti muni Rússar ógna öðrum ríkjum Evrópu næst eins og Moldóvu og Eistrasaltsríkjunum að mati Marin. „Þetta er ögurstund. Við verðum að tryggja að Úkraína hafi sigur í stríðinu með okkar aðstoð og við verðum að standa fast á því. Vegna þess að ef við verjum ekki gildi okkar núna og segjum; samþiggjum einhvers konar frið, takið bara þennan hluta Úkraínu. Þá bíður þetta okkar bara í framtíðinni og við verðum ítrekað í stríðsástandi í Evrópu,“ segir Sanna Marin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27 Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27
Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent