SB: Dúndra Berg er leikmaðurinn sem við erum búin að bíða svo spennt eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2022 16:31 Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir fagna marki. Þær eru báðar að koma aftur inn í ÍBV liðið sem er mikill styrkur. Vísir/Vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir fór á kostum þegar Eyjakonur fóru með bæði stigin í burtu af heimavelli Íslandsmeistara Fram um síðustu helgi og Seinni bylgjan tók það fyrir hvað þessa öfluga skytta kemur með inn í lið ÍBV. „Birna Berg. Þetta er leikmaðurinn sem við erum búin að bíða svo spennt eftir, að Dúndra Berg fari af stað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Birna er búin að vera vaxandi í hverjum leik og hún átti frábæran leik þarna,“ sagði Svava Kristín. „Hún átti geggjaðan leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem segir að ÍBV liðið hafi verið að reyna að koma Birnu í gang eftir að hún kom aftur til baka eftir meiðsli. „Það er verið að reyna að fá hana í flugbrautina og fá upp sjálfstraustið hjá henni. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem maður sér glitta í hana,“ sagði Sigurlaug. „Hún er að koma úr ótrúlega erfiðum meiðslum. Það er þvílík þrautseigja í henni að halda áfram. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sigurlaug. „Er þetta ekki fyrsti leikurinn þar sem við sjáum góðu gömlu Birnu Berg,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst það. Þetta var svolítið að fara í veginn og fyrsta skotið hennar var í magann á einhverjum varnarmanni. Þarna sér maður hana í réttu ljósi og það eru frábærar fréttir fyrir Eyjastúlkur,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá umfjöllunina um Birnu Berg hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dúndra Berg breytir miklu fyrir ÍBV Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
„Birna Berg. Þetta er leikmaðurinn sem við erum búin að bíða svo spennt eftir, að Dúndra Berg fari af stað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Birna er búin að vera vaxandi í hverjum leik og hún átti frábæran leik þarna,“ sagði Svava Kristín. „Hún átti geggjaðan leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem segir að ÍBV liðið hafi verið að reyna að koma Birnu í gang eftir að hún kom aftur til baka eftir meiðsli. „Það er verið að reyna að fá hana í flugbrautina og fá upp sjálfstraustið hjá henni. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem maður sér glitta í hana,“ sagði Sigurlaug. „Hún er að koma úr ótrúlega erfiðum meiðslum. Það er þvílík þrautseigja í henni að halda áfram. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sigurlaug. „Er þetta ekki fyrsti leikurinn þar sem við sjáum góðu gömlu Birnu Berg,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst það. Þetta var svolítið að fara í veginn og fyrsta skotið hennar var í magann á einhverjum varnarmanni. Þarna sér maður hana í réttu ljósi og það eru frábærar fréttir fyrir Eyjastúlkur,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá umfjöllunina um Birnu Berg hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dúndra Berg breytir miklu fyrir ÍBV
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira