Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2022 07:01 Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin. Isavia Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. Heimamenn og ýmsir hagsmunaaðilar hafa lengi kallað eftir stækkun á aðstöðu flugvallarins. Með auknumillilandaflugi hefur núverandi flugstöðvarbygging ekki verið talin duga. Auk þess hafa flugmenn gert athugasemd við stærð flughlaðsins, ekki síst með tilliti til hlutverks flugvallarins sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Það var því mikið fagnað í júní á síðasta ári þegar fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu var tekin. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbygging við núverandi flugstöð með aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað, auk endurbóta á núverandi flugstöð. Framkvæmdir hófust á þessu ári og samhliða hófust framkvæmdir við stækkun flughlaðs flugvallarins. Áætluð verklok voru síðsumars á næsta ári. Stálgrindin berst í mars Greint var frá því í haust að ljóst væri að vegna tafa á aðföngum myndi framkvæmdin frestast um einhverja mánuði. Nú er útlit fyrir að stálgrind hússins, sem vonir voru bundnar við að myndi koma til landsins fyrir áramót, muni ekki berast fyrr en í mars. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Myndin er tekin í tilefni af fyrstu skólfustungu verksins í júní á síðasta ári.Isavia „Það sem við höfum fengið staðfest frá verktakanum er að stálgrindin komi í mars og það mun taka einhverja mánuði að byggja húsið, reisa það og gera klárt að innan. Í beinu framhaldi af því verður farið í gömlu flugstöðina, eða núverandi flugstöð, og hún aðlöguð,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, í samtali við Vísi. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verði allt saman tilbúið vorið 2024, eða fyrir sumarið 2024,“ segir hún enn fremur og bætir við að ástæðan sé einfaldlega sú að víða um heim sé verið að glíma við skort á aðföngum og tafir í aðfangakeðjum. Covid-19 og innrás Rússa í Úkraínu hefur sett strik í marga slíka reikninga, víða um heim. „Hvort sem það eru íhlutir eða færibönd. Þetta tekur allt miklu lengri tíma en við þekkjum,“ segir Sigrín Björk. AkureyrarflugvöllurVísir/Tryggvi Framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þó á áætlun. Reiknað er með að síðasti áfangi þess, malbikun, verði boðin út í kringum áramótin. „Það gengur samkvæmt áætlun. Þar er nú verið að vinna lagnavinnuna. Það er töluvert mikil lagnavinna því að þarna er verið að leggja fyrir hlaðljósum, olíuskiljum og fleiru. Það er áætlað að því ljúki næsta vor. Síðasti áfanginn í því verkefni er að malbika,“ segir Sigrún Björk. Aðspurð að því hvort, í ljósi mikillar eftirvæntingar heimamanna fyrir stærri og betri flugstöð, að það séu ekki vonbrigði að horfa upp á tæplega árs töf á framkvæmdum, segir hún einfaldlega ekkert við því að gera. „Þetta er bara staðan hjá flestum fyrirtækjum í dag sem standa í þessu. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að horfumst í augu við að taki lengri tíma. Það er alveg hægt að ergja sig á þessu en það þjónar engum tilgangi.“ Akureyrarflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Akureyri Byggingariðnaður Innrás Rússa í Úkraínu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Heimamenn og ýmsir hagsmunaaðilar hafa lengi kallað eftir stækkun á aðstöðu flugvallarins. Með auknumillilandaflugi hefur núverandi flugstöðvarbygging ekki verið talin duga. Auk þess hafa flugmenn gert athugasemd við stærð flughlaðsins, ekki síst með tilliti til hlutverks flugvallarins sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Það var því mikið fagnað í júní á síðasta ári þegar fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu var tekin. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbygging við núverandi flugstöð með aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað, auk endurbóta á núverandi flugstöð. Framkvæmdir hófust á þessu ári og samhliða hófust framkvæmdir við stækkun flughlaðs flugvallarins. Áætluð verklok voru síðsumars á næsta ári. Stálgrindin berst í mars Greint var frá því í haust að ljóst væri að vegna tafa á aðföngum myndi framkvæmdin frestast um einhverja mánuði. Nú er útlit fyrir að stálgrind hússins, sem vonir voru bundnar við að myndi koma til landsins fyrir áramót, muni ekki berast fyrr en í mars. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Myndin er tekin í tilefni af fyrstu skólfustungu verksins í júní á síðasta ári.Isavia „Það sem við höfum fengið staðfest frá verktakanum er að stálgrindin komi í mars og það mun taka einhverja mánuði að byggja húsið, reisa það og gera klárt að innan. Í beinu framhaldi af því verður farið í gömlu flugstöðina, eða núverandi flugstöð, og hún aðlöguð,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, í samtali við Vísi. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verði allt saman tilbúið vorið 2024, eða fyrir sumarið 2024,“ segir hún enn fremur og bætir við að ástæðan sé einfaldlega sú að víða um heim sé verið að glíma við skort á aðföngum og tafir í aðfangakeðjum. Covid-19 og innrás Rússa í Úkraínu hefur sett strik í marga slíka reikninga, víða um heim. „Hvort sem það eru íhlutir eða færibönd. Þetta tekur allt miklu lengri tíma en við þekkjum,“ segir Sigrín Björk. AkureyrarflugvöllurVísir/Tryggvi Framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þó á áætlun. Reiknað er með að síðasti áfangi þess, malbikun, verði boðin út í kringum áramótin. „Það gengur samkvæmt áætlun. Þar er nú verið að vinna lagnavinnuna. Það er töluvert mikil lagnavinna því að þarna er verið að leggja fyrir hlaðljósum, olíuskiljum og fleiru. Það er áætlað að því ljúki næsta vor. Síðasti áfanginn í því verkefni er að malbika,“ segir Sigrún Björk. Aðspurð að því hvort, í ljósi mikillar eftirvæntingar heimamanna fyrir stærri og betri flugstöð, að það séu ekki vonbrigði að horfa upp á tæplega árs töf á framkvæmdum, segir hún einfaldlega ekkert við því að gera. „Þetta er bara staðan hjá flestum fyrirtækjum í dag sem standa í þessu. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að horfumst í augu við að taki lengri tíma. Það er alveg hægt að ergja sig á þessu en það þjónar engum tilgangi.“
Akureyrarflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Akureyri Byggingariðnaður Innrás Rússa í Úkraínu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55
Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48
Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00