Enski boltinn

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United.
Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/Matthew Ashton

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað eftir leik Manchester United og Everton á Goodison Park í Liverpool á síðustu leiktíð. Ronaldo var bersýnilega pirraður að leik loknum en Man United tapaði með einu marki gegn engu.

Á leið sinni inn í búningsherbergi þá sló Ronaldo farsíma úr höndunum á ungum dreng. Hann baðst afsökunar skömmu síðar en málið fór á borð lögreglu sem áminnti Ronaldo vegna atviksins.

Nú hefur Ronaldo – sem er í dag án félags eftir að samningi hans við Manchester United var rift  - verið dæmdur í tveggja leikja bann sem hann mun þurfa að sitja af sér sama hvar hann spilar næst. Þá var hann sektaður um 50.000 pund vegna atviksins eða rúmlega átta og hálfa milljón íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Ronaldo yfirgefur United

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×