„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 21:45 Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. aðsend Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira