Segir meiri hávaða í miðbænum eftir faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Hannes segir ástandið skelfilegt. ívar fannar arnarsson Íbúar í miðbænum kvarta sáran undan hávaða frá skemmtistöðum. Einn þeirra segir ástandið hafa versnað eftir covid faraldurinn og dæmi um að hóteleigendur hafi þurft að endurgreiða svefnvana gestum gistingu vegna hávaða. „Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“ Næturlíf Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“
Næturlíf Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira