Nýr veruleiki tekinn við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 00:03 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni: Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni:
Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47