„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Yngvi Gunnlaugsson hefur komið víða við sem þjálfari og gerði til að mynda Hauka að Íslandsmeisturum árið 2009. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og starfi sínu sem málari. VÍSIR/VILHELM Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. „Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt. Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
„Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt.
Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti