Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 14:06 Fulltrúi Írans í mannréttindaráði SÞ vandaði ekki Vesturlöndum kveðjurnar í ræðu sinni. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran. Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45