„Þetta var mjög þungt“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. „Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
„Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48