„Þetta var mjög þungt“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. „Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
„Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48