Rannsaka ásakanir á hendur Kanye West Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 21:14 Kanye West hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Edward Berthelot/GC Images Tískurisinn Adidas rannsakar nú ásakanir á hendur rapparanum og tískuhönnuðinum Kanye West, einnig þekktum sem Ye, sem sakaður er um að hafa skapað „eitrað andrúmsloft“ meðan hann starfaði með fyrirtækinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56