Rannsaka ásakanir á hendur Kanye West Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 21:14 Kanye West hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Edward Berthelot/GC Images Tískurisinn Adidas rannsakar nú ásakanir á hendur rapparanum og tískuhönnuðinum Kanye West, einnig þekktum sem Ye, sem sakaður er um að hafa skapað „eitrað andrúmsloft“ meðan hann starfaði með fyrirtækinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56