Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Erla María Tölgyes skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar