Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Matthías Vilhjálmsson sést hér kominn í Víkingsbúninginn. Víkingur Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn