„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Þórey Edda Elísdóttir er í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Vísir/Einar Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey. Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti