Vonast til að komast aftur heim til Rússlands Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2022 11:01 Olga, Masha, Diana og Taso úr hljómsveitinni Pussy Riot. Vísri/Ívar Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira