Vonast til að komast aftur heim til Rússlands Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2022 11:01 Olga, Masha, Diana og Taso úr hljómsveitinni Pussy Riot. Vísri/Ívar Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira