Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 14:03 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með móttöku flóttamanna á Austurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira