„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:01 Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? „Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30