„Blaðran er ekkert sprungin“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2022 22:15 Einar Jónsson og hans menn hafa þurft að þola þrjú töp í ansi jöfnum leikjum á heimavelli síðustu átta daga. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita