„Blaðran er ekkert sprungin“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2022 22:15 Einar Jónsson og hans menn hafa þurft að þola þrjú töp í ansi jöfnum leikjum á heimavelli síðustu átta daga. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira