Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:30 Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Vísir Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52