Geir hættir störfum í íþróttahúsinu í Kaplakrika um áramótin. Þar með lýkur formlega störfum hans fyrir FH. Geir hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnum þess 1990. Hann var áður leikmaður FH, þjálfari, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar félagsins og forstöðumaður íþróttahússins.
Mikið var um dýrðir fyrir leikinn gegn Aftureldingu í gær. Leikmenn Íslandsmeistaraliðs FH 1984, sem Geir þjálfaði, stóðu heiðursvörð fyrir hann og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti stutta ræðu sem endaði á ferföldu húrrahrópi fyrir Geir. Þá tók Friðrik Dór Jónsson lagið.
Leikmenn FH gerðu líka sitt til að heiðra Geir en þeir unnu leikinn gegn Aftureldingu, 38-33. Þetta var sjöundi deildarsigur FH-inga í röð.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband frá athöfninni fyrir leik FH og Aftureldingar í gær sem og myndir Huldu Margrétar Óladóttur frá henni.






