Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur glímt við meiðsli í framhandlegg og ekki getað beitt sér í síðustu þremur leikjum Fram, sem allir hafa tapast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira