Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Egill Birgisson skrifar 29. nóvember 2022 15:46 Það verður spennandi kvöld á laugardaginn þegar þjóðþekktir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport en það munum við gera næstu daga. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder setja stefnuna eflaust á sigur í Stjörnupílunni á laugardag enda miklir keppnismenn.Stöð 2 Sport Fyrsta liðið sem við skoðum eru þeir Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder Ottósson. Björn Steinar kemur frá Grindavík og er 39 ára gamall. Hann spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur sem er hans heimabær. Björn Steinar er fyrrum körfuboltakappi og lék mest af sínum ferli með Grindavík og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2012 og 2013 en eftir það lék hann með Stjörnunni og ÍA. Björn hefur stundað pílu í tæp fjögur ár og hans helsti árangur þar er að vinna stigamót sem voru hér haldin áður fyrr en eins og hann segir: „Ég er hérna til þessa ná mér í fleiri afrek. Ég er búinn að sá í garðinn en vonandi fer að koma uppskera.“ Klippa: Stjörnupílan - Björn Steinar Egil Ploder þarf vart að kynna fyrir flestum Íslendingum. Egill starfar núna sem útvarpsmaður hjá FM957 og er þar í morgunþættinum Brennslunni ásamt Rikka G og Kristínu Ruth. Í drættinum fyrir Stjörnupíluna var Agli lýst þannig að hann væri þessi svokallaði „alt muligt man“ því hann hefur verið sem sérfræðingur í rafíþróttum ásamt því að taka þátt í undankeppni Eurovision og fleira. Egill, sem er liðtækur handboltamaður, gerði nýlega þætti á Vísi og Stöð 2 Vísi sem heita „Slegið í gegn“ þar sem hann fer yfir það hvernig fólk getur byrjað að stunda golf eða bætt leik sinn í golfi. Vinur hans í Brennslunni sagði að Egill væri frábært val fyrir mótið þar sem keppnisskapið hans færi yfirleitt í hámark við svona aðstæður. Tómas Steindórsson og Halli Egils mynda eitt teymanna í Stjörnupílunni á laugardagskvöld.Stöð 2 Sport Halli Egils hefur verið í íslensku pílukasti í mjög langan tíma, eða 28 ár nánar tiltekið. Halli starfar sem grafískur hönnuður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er einnig markaðsfræðingur. Hann spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Halli hefur unnið þónokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er án efa einn af okkar fremstu pílukösturum í dag, auk þess sem hann hefur tekið Turkish Open í tvímenningi og bronsið á Sviss Open í tvímenningi, þannig að hann hefur mikla reynslu að spila með makker með sér. Ekki má gleyma því að Halli hefur verið fulltrúi íslenska landsliðsins í pílu síðan 1998. Herra Helluskóli spilar með Halla Halli fær ekki lítinn liðsfélaga því það er Tommi Steindórs, betur þekktur sem „sá raunverulegi“. Tommi starfar núna sem útvarpsmaður á X-inu og stýrir þar einnig vinsæla útvarps/podcast-þættinum Boltinn lýgur ekki, ásamt Sigurði Orra Kristjánsyni. Tómas er vel þekktur innan körfuboltageirans eins og Björn Steinar og spilaði með Breiðabliki í efstu deild ástam því að taka slaginn í fyrstu deild með Gnúpverjum. Tómas ku vera ríkjandi heimsmeistari í bolluáti og fyrrum Herra Helluskóli. Hann hefur sagt það áður að hann kjósi frekar að drekka á virkum dögum heldur en um helgar og hefur verið með yfirlýsingar þess efnis að hann ætli að vinna Stjörnupíluna, enda með frekar vönum manni í tvímenningi. Klippa: Úrslitakvöldið í pílukasti - Tilþrif Halla Egils Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport en það munum við gera næstu daga. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder setja stefnuna eflaust á sigur í Stjörnupílunni á laugardag enda miklir keppnismenn.Stöð 2 Sport Fyrsta liðið sem við skoðum eru þeir Björn Steinar Brynjólfsson og Egill Ploder Ottósson. Björn Steinar kemur frá Grindavík og er 39 ára gamall. Hann spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur sem er hans heimabær. Björn Steinar er fyrrum körfuboltakappi og lék mest af sínum ferli með Grindavík og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2012 og 2013 en eftir það lék hann með Stjörnunni og ÍA. Björn hefur stundað pílu í tæp fjögur ár og hans helsti árangur þar er að vinna stigamót sem voru hér haldin áður fyrr en eins og hann segir: „Ég er hérna til þessa ná mér í fleiri afrek. Ég er búinn að sá í garðinn en vonandi fer að koma uppskera.“ Klippa: Stjörnupílan - Björn Steinar Egil Ploder þarf vart að kynna fyrir flestum Íslendingum. Egill starfar núna sem útvarpsmaður hjá FM957 og er þar í morgunþættinum Brennslunni ásamt Rikka G og Kristínu Ruth. Í drættinum fyrir Stjörnupíluna var Agli lýst þannig að hann væri þessi svokallaði „alt muligt man“ því hann hefur verið sem sérfræðingur í rafíþróttum ásamt því að taka þátt í undankeppni Eurovision og fleira. Egill, sem er liðtækur handboltamaður, gerði nýlega þætti á Vísi og Stöð 2 Vísi sem heita „Slegið í gegn“ þar sem hann fer yfir það hvernig fólk getur byrjað að stunda golf eða bætt leik sinn í golfi. Vinur hans í Brennslunni sagði að Egill væri frábært val fyrir mótið þar sem keppnisskapið hans færi yfirleitt í hámark við svona aðstæður. Tómas Steindórsson og Halli Egils mynda eitt teymanna í Stjörnupílunni á laugardagskvöld.Stöð 2 Sport Halli Egils hefur verið í íslensku pílukasti í mjög langan tíma, eða 28 ár nánar tiltekið. Halli starfar sem grafískur hönnuður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er einnig markaðsfræðingur. Hann spilar fyrir Pílufélag Reykjavíkur. Halli hefur unnið þónokkra Íslandsmeistaratitla í pílu og er án efa einn af okkar fremstu pílukösturum í dag, auk þess sem hann hefur tekið Turkish Open í tvímenningi og bronsið á Sviss Open í tvímenningi, þannig að hann hefur mikla reynslu að spila með makker með sér. Ekki má gleyma því að Halli hefur verið fulltrúi íslenska landsliðsins í pílu síðan 1998. Herra Helluskóli spilar með Halla Halli fær ekki lítinn liðsfélaga því það er Tommi Steindórs, betur þekktur sem „sá raunverulegi“. Tommi starfar núna sem útvarpsmaður á X-inu og stýrir þar einnig vinsæla útvarps/podcast-þættinum Boltinn lýgur ekki, ásamt Sigurði Orra Kristjánsyni. Tómas er vel þekktur innan körfuboltageirans eins og Björn Steinar og spilaði með Breiðabliki í efstu deild ástam því að taka slaginn í fyrstu deild með Gnúpverjum. Tómas ku vera ríkjandi heimsmeistari í bolluáti og fyrrum Herra Helluskóli. Hann hefur sagt það áður að hann kjósi frekar að drekka á virkum dögum heldur en um helgar og hefur verið með yfirlýsingar þess efnis að hann ætli að vinna Stjörnupíluna, enda með frekar vönum manni í tvímenningi. Klippa: Úrslitakvöldið í pílukasti - Tilþrif Halla Egils
Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending)
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn