Fulltrúar vinnumarkaðarins hafa setið á fundum í dag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greinum frá nýjustu upplýsingum í beinni útsendingu.
Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana nú í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga er sagt skýra þessa hækkun. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum.
Mestu framkvæmdir í miðborg Hafnarfjarðar í áratugi eru fram undan. Skóflustungan var tekin í kvöld og við verðum í beinni þaðan og sýnum myndir af væntanlegri uppbyggingu.
Þá heyrum við í þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýnir að söfnuðir hafi tekið fyrir kirkjuheimsóknir barna í aðdraganda jóla og kynnum okkur nýja og magnaða tækni sem gerir fólki kleift að búa til listaverk í tölvu á skömmum tíma.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.