Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Erlendur Eiríksson sýnir hér Víkingnum Kyle McLagan gula spjaldið í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira