Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 17:03 Írakskir hermenn með fána ISIS eftir að Mosul var frelsuð undan oki vígamanna hryðjuverkasamtakanna. EPA/AHMED JALIL Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi.
Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40
Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01
Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“