Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Tom Brady er nú leikmaður Tampa Bay Buccaneers en verður með lausan samning eftir tímabilið. Vísir/Getty NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira