Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Hér má sjá vélmenni sem notað er til að farga eða aftengja sprengjur. Vélmenninn sem lögreglu í San Francisco hafa fengið leyfi til að nota þjóna ekki alveg sama tilgangi. Getty Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira