Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 11:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Einar Þorsteinsson eru á leið til útlanda. Þetta gagnrýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað. Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira