Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins Snorri Másson skrifar 1. desember 2022 10:40 Verslun Forlagsins á Fiskislóð. Íslenskar bækur og spil eru jólagjafir ársins árið 2022 samkvæmt rýnihópi Rannsóknarseturs verslunarinnar. Vísir Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun. „Þetta er í raun og veru bara niðurstaða rýnihóps sem kom saman og fór yfir svör neytenda um það hvað þeir vildu. Rýnihópur hefur þrjár forsendur: Að gjöfin sé vinsæl meðal neytenda, að hún seljist vel og falli vel að tíðarandanum,“ segir Sigrún Ösp í samtali við fréttastofu. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Eftir umræður rýnihóps var ákveðinn samhljómur sem gaf til kynna að við værum þreytt á böli undanfarinna ára og hefðum uppsafnaða þörf fyrir jólasamveru og skemmtun. Þá fannst okkur fátt meira skemmtilegt en að koma saman og spila og ræða jólabækurnar. Þetta var þess vegna bæði valið gjöf ársins,“ segir Sigrún. Að auki segir Sigrún að umræða í samfélaginu um stöðu íslenskrar tungu hafi verið ofarlega í huga fólks þegar þetta var valið, enda er nú kapp lagt á að tryggja stöðu tungumálsins. Þar leika bækur auðvitað lykilhlutverk og hví ekki líka spil? Ranglega var hermt í Íslandi í dag í gærkvöldi að hitablástursofn eða „Air Fryer“ hafi verið valinn gjöf ársins hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar í ár og stafar sá misskilningur af því að gjöfin var sannarlega valin jólagjöf ársins hjá raftækjaversluninni Elko. Er beðist velvirðingar á þessu. Að sögn Sigrúnar Aspar var þó nokkur fjöldi neytenda sem svaraði því í opinni spurningu í gjafakönnun í ár að Air Fryer væri á óskalistanum, en tækið var vinsælasta söluvaran í fyrra. Jól Bókmenntir Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Þetta er í raun og veru bara niðurstaða rýnihóps sem kom saman og fór yfir svör neytenda um það hvað þeir vildu. Rýnihópur hefur þrjár forsendur: Að gjöfin sé vinsæl meðal neytenda, að hún seljist vel og falli vel að tíðarandanum,“ segir Sigrún Ösp í samtali við fréttastofu. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Eftir umræður rýnihóps var ákveðinn samhljómur sem gaf til kynna að við værum þreytt á böli undanfarinna ára og hefðum uppsafnaða þörf fyrir jólasamveru og skemmtun. Þá fannst okkur fátt meira skemmtilegt en að koma saman og spila og ræða jólabækurnar. Þetta var þess vegna bæði valið gjöf ársins,“ segir Sigrún. Að auki segir Sigrún að umræða í samfélaginu um stöðu íslenskrar tungu hafi verið ofarlega í huga fólks þegar þetta var valið, enda er nú kapp lagt á að tryggja stöðu tungumálsins. Þar leika bækur auðvitað lykilhlutverk og hví ekki líka spil? Ranglega var hermt í Íslandi í dag í gærkvöldi að hitablástursofn eða „Air Fryer“ hafi verið valinn gjöf ársins hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar í ár og stafar sá misskilningur af því að gjöfin var sannarlega valin jólagjöf ársins hjá raftækjaversluninni Elko. Er beðist velvirðingar á þessu. Að sögn Sigrúnar Aspar var þó nokkur fjöldi neytenda sem svaraði því í opinni spurningu í gjafakönnun í ár að Air Fryer væri á óskalistanum, en tækið var vinsælasta söluvaran í fyrra.
Jól Bókmenntir Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira