92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 18:25 Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að aðgerðirnar séu í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem kynnt var í byrjun nóvember. Þar kom fram að áhrif heimsfaraldurs, hækkandi verðbólga og vanfjármögnun frá ríkinu á rekstri málaflokks fatlaðs fólks hefði neikvæð áhrif á reksturinn og að ráðist yrði í aðhaldsaðgerðir. Áfram er gert ráð fyrir fullri fjármögnun á framlínuþjónustu. Í tilkynningunni segir að þær tillögur sem samþykktar voru í dag séu nánari útfærsla á aðgerðaáætlun um samdrátt í rekstrarkostnaði upp á að minnsta kosti einn milljarð króna sem kynnt var í fjárhagsáætlun. Tillögurnar koma til viðbótar ákvörðun um að draga saman í fjárfestingaráætlun, almennu aðhaldi í rekstri og að ekki verði ráðið í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Aðgerðir í ráðningamálum eiga þó ekki við störf í framlínu, svo sem í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. Óskað var eftir hugmyndum úr öllum málaflokkum um hvar mætti gera þjónustu skilvirkari og auka hagkvæmni í rekstri og eru þessar tillögur afrakstur þeirrar vinnu. Endurspegli stöðu sveitarfélagana eftir kórónuveirufaraldurinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn. Viðbrögðin séu eðlileg og í samræmi við trausta fjármálastjórn. “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótaverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt sig fram um að vera snögg að bregðast við ytri aðstæðum og þetta er hluti af því. Borgin mun vaxa út úr þeim vanda sem sveitarfélögin eru að glíma við en um leið er mikilvægt að ríkið leiðrétti framlög í stórum málaflokkum þar sem lagaskyldur eru langt umfram þau framlög sem sveitarfélögunum eru tryggð,“ er haft eftir borgarstjóra í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm Samanlagt munu tillögur um hagræðingu draga úr útgjöldum sem nemur á annan milljarð króna en þar er einnig að finna hugmyndir að frekari umbótum sem fara í nánari rýningu og skoðun og gætu leitt til frekari sparnaðar. Breytingatillögurnar verða lagðar fyrir borgarstjórnarfund næstkomandi þriðjudag þegar seinni umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2023 fara fram. Vilja leggja niður Vin, styrki til áfangaheimila og rekstur Seljahlíðar Meðal annars er lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir og er helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf verður útfært í samráði við Geðhjálp. Til stendur að leggja niður starfsemi Vin dagseturs.Facebook Þá er tillaga um að rekstur að tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð verði lagður niður, rekstararleyfin flytjist til annarra hjúkrunarheimila skv. ákvörðun ríkisins og rýmunum breytt í þjónustuíbúðir líkt og aðrar íbúðir Seljahlíðar. „Hjúkrunareiningin er lítil og óhagkvæm í rekstri enda hefur Reykjavíkurborg greitt um 50 m.kr. með rekstrinum árlega. Rekstur hjúkrunarheimila er ekki á verkefnasviði sveitarfélaga. Þegar breytingin verður komin til framkvæmda skilar hún 67 m.kr. sparnaði á ársgrundvelli," að því er segir í breytingatillögunum Borgarráðs. Tillaga vegna breytinga á gjaldsvæði Bílastæðasjóðsk kveður á um að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 50.000 þ.kr. vegna stækkunar á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs. Sem fyrr en gert ráð fyrir að íbúar á viðkomandi svæðum geti fengið íbúakort. Þá eru tillögur vegna breytinga á greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna, breytinga á sundkennslu 10.bekkjar, vegna innheimtu á raunkostnaði við þjónustu Klettaskóla og Brúarskóla og fleira á meðal þess sem lagt er til. Allar tillögurnar má lesa hér. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að aðgerðirnar séu í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem kynnt var í byrjun nóvember. Þar kom fram að áhrif heimsfaraldurs, hækkandi verðbólga og vanfjármögnun frá ríkinu á rekstri málaflokks fatlaðs fólks hefði neikvæð áhrif á reksturinn og að ráðist yrði í aðhaldsaðgerðir. Áfram er gert ráð fyrir fullri fjármögnun á framlínuþjónustu. Í tilkynningunni segir að þær tillögur sem samþykktar voru í dag séu nánari útfærsla á aðgerðaáætlun um samdrátt í rekstrarkostnaði upp á að minnsta kosti einn milljarð króna sem kynnt var í fjárhagsáætlun. Tillögurnar koma til viðbótar ákvörðun um að draga saman í fjárfestingaráætlun, almennu aðhaldi í rekstri og að ekki verði ráðið í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Aðgerðir í ráðningamálum eiga þó ekki við störf í framlínu, svo sem í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. Óskað var eftir hugmyndum úr öllum málaflokkum um hvar mætti gera þjónustu skilvirkari og auka hagkvæmni í rekstri og eru þessar tillögur afrakstur þeirrar vinnu. Endurspegli stöðu sveitarfélagana eftir kórónuveirufaraldurinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn. Viðbrögðin séu eðlileg og í samræmi við trausta fjármálastjórn. “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótaverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt sig fram um að vera snögg að bregðast við ytri aðstæðum og þetta er hluti af því. Borgin mun vaxa út úr þeim vanda sem sveitarfélögin eru að glíma við en um leið er mikilvægt að ríkið leiðrétti framlög í stórum málaflokkum þar sem lagaskyldur eru langt umfram þau framlög sem sveitarfélögunum eru tryggð,“ er haft eftir borgarstjóra í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm Samanlagt munu tillögur um hagræðingu draga úr útgjöldum sem nemur á annan milljarð króna en þar er einnig að finna hugmyndir að frekari umbótum sem fara í nánari rýningu og skoðun og gætu leitt til frekari sparnaðar. Breytingatillögurnar verða lagðar fyrir borgarstjórnarfund næstkomandi þriðjudag þegar seinni umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2023 fara fram. Vilja leggja niður Vin, styrki til áfangaheimila og rekstur Seljahlíðar Meðal annars er lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir og er helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf verður útfært í samráði við Geðhjálp. Til stendur að leggja niður starfsemi Vin dagseturs.Facebook Þá er tillaga um að rekstur að tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð verði lagður niður, rekstararleyfin flytjist til annarra hjúkrunarheimila skv. ákvörðun ríkisins og rýmunum breytt í þjónustuíbúðir líkt og aðrar íbúðir Seljahlíðar. „Hjúkrunareiningin er lítil og óhagkvæm í rekstri enda hefur Reykjavíkurborg greitt um 50 m.kr. með rekstrinum árlega. Rekstur hjúkrunarheimila er ekki á verkefnasviði sveitarfélaga. Þegar breytingin verður komin til framkvæmda skilar hún 67 m.kr. sparnaði á ársgrundvelli," að því er segir í breytingatillögunum Borgarráðs. Tillaga vegna breytinga á gjaldsvæði Bílastæðasjóðsk kveður á um að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 50.000 þ.kr. vegna stækkunar á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs. Sem fyrr en gert ráð fyrir að íbúar á viðkomandi svæðum geti fengið íbúakort. Þá eru tillögur vegna breytinga á greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna, breytinga á sundkennslu 10.bekkjar, vegna innheimtu á raunkostnaði við þjónustu Klettaskóla og Brúarskóla og fleira á meðal þess sem lagt er til. Allar tillögurnar má lesa hér.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira