Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:05 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio Brown kemur sér í vandræði. Vísir/Getty Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira