Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 08:45 Heildareignir samstæðunnar námu í lok september 834 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 437 milljarðar Eigið fé var 396 milljarðar en þar af var hlutdeild meðeigenda 14 milljarðar. Vísir/Ragnar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira