Skoðun

Á­róðurinn gegn Evrópu­sam­bandinu á Ís­landi

Jón Frímann Jónsson skrifar

Á Íslandi er rekinn skipulagður og vel fjármagnaður áróður gegn Evrópusambandinu. Þeir sem reka þennan áróður eru ríkir einstaklingar sem eru yst í hægri stjórnmálum. Fjármögnun kemur í gegnum sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi, að er að sjá, restin í gegnum eignarhald eins og á Morgunblaðinu þar sem menn sem kalla sig blaðamenn en eru í raun ekkert nema áróðursmenn starfa og skrifa stöðugt gegn Evrópusambandinu þegar það varð vinsælt og stuðningur við inngöngu fór í jákvæðar tölur í fyrsta skipti í áratug á Íslandi í kjölfarið á innrás Rússlands inn í Úkraínu.

Öll stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi starfa innan Evrópusambandsins og geta ekki einu sinni starfað utan þess í Evrópu. Enda eru þessi fyrirtæki núna að yfirgefa Bretland eftir að það ríki yfirgaf Evrópusambandið vegna lyga andstæðinga Evrópusambandsins þar í landi. Enda er það sem andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu ekkert nema tóm blekking og ekkert af því sem lofað var hefur komið fram og mun aldrei koma fram.

Þessar falsfréttir um Evrópusambandið á Íslandi eru eldgamlar og hafa verið lengi í gangi. Elstu dæmin sem ég veit um eru frá því árið um 1968 þegar Framsóknarflokkurinn kom í veg fyrir að Íslandi sótti um og gengi í þáverandi EC (Efnahagsbandalag Evrópuríkja), sem hefði verið talsvert á undan Bretlandi og Danmörku. Þessi pólitíski afleikur Framsóknarflokksins hefur kostað íslendinga milljarða ofan á milljarða síðustu áratugi og það er enginn endi á því fjármálalegu tapi.

Evrópusambandið er efnahagsbandalag og stjórnmálabandalag þjóða Evrópu. Markmiðið eru stjórnmál og viðskipti. Enda er hvorugt erfitt að framkvæma ef ekki væri fyrir Evrópusambandið eins og það er í dag. Ísland er nú þegar 2/3 hlutum aðili að Evrópusambandinu. Það eina sem vantar er landbúnaður, fiskveiðar, gjaldmiðlar, tollabandalag og nokkrir önnur málefni sem standa utan við EES (EFTA samningur, EFTA er fallandi bandalag).

Höfundur er rithöfundur og áhuga vísindamaður.




Skoðun

Sjá meira


×