„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 13:00 Dagur og Kjartan eru ósammála um áhrif hagræðingaaðgerða. vísir/samsett Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. „Fyrir kosningar í vor þá var sett eitthvað leikrit í gang sem gekk út á að fjárhagur borgarinnar væri í góðu lagi og breitt yfir staðreyndir. Við sjáum síðan að hallinn nemur 15 milljörðum króna í ár hjá borginni sem er margfalt meiri taprekstur en lagt var upp með fyrir ári,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Verðbólga og Covid faraldur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir tvær meginástæður fyrir tapinu. „Verðbólgan er stærsta ástæðan. Það er helmingurinn af skýringunni en stór hluti af skýringunni er líka fjórða bylgja Covid sem var fyrstu mánuði ársins. Þá þarf að tvöfalda vaktir og vera með fleira fólk í skólum.“ Dagur segir að svona sé staðan einnig hjá öðrum sveitarfélögum enda hafi verðbólga og Covid faraldur áhrif um land allt. Stóra gatið sé málaflokkur fatlaðs fólks sem sé vanfjármagnaður miðað við lagaskyldurnar að sögn Dags. 92 tillögur að hagræðingu hafa verið lagðar fram. Lesa má um þær í fréttinni hér að neðan. En dugar þetta til? „Við þurfum til viðbótar að vaxa út úr vandanum og það hefur verið stóra planið í þessu. Alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að fá inn í sínar tekjur fjármuni frá ríkinu vegna málaflokks fatlaðs fólks,“ segir Dagur. Vill frekari aðgerðir Kjartan segir hagræðingaraðgerðirnar ekki duga til. „Það er nauðsynlegt að hagræða en það sér varla högg á vatni. Við sjáum að það er 15 milljarða halli í ár og svo er spáð átta milljarða halla á næsta ári þannig milljarður í hagræðingu er langt frá því að duga og þetta virðist vera einhver táknræn aðgerð.“ Aðspurður segist Kjartan vilja sjá víðtækan sparnað alls staðar í borgarkerfinu og leggja gæluverkefni á hilluna. „Þessi nýi meirihluti sýnir það með Framsókn innanborðs, að minnsta kosti með fyrstu áætlun, að þeir ætla sér ekki að taka á vandanum heldur vera með sýndaraðgerðir upp á einn milljarð og halda svo áfram. Það er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að þetta sem þau kalla sparnaðarfrumvarp að skuldir borgarinnar aukist um 22 milljarða á næst ári.“ Allt og margir í miðlægri stjórnsýslu Þá segir hann ekki tekið á bákni borgarinnar í hagræðingartillögum. „Ætli það séu ekki í kringum tuttugu upplýsingafulltrúar með einum eða öðrum hætti. Það er ekki tekið á þessu, bara sagt að ekki verði ráðnir fleiri en vandamálið er að það eru allt of margir sem vinna í miðlægri stjórnsýslu.“ Dagur segir að tekið sé á öllu. „Við erum að horfa á allt. Bæði stöðugildi í miðlægri stjórnsýslu, umbreytingu, leggja af verkefni, breyta þeim, horfa á hvar sé samleið og svo framleiðis. Þannig við drepum alls staðar niður fæti. Við sjáum að í miðlægri stjórnsýslu þá hefur kostnaður þar dregist saman undanfarin ár en ekki aukist þannig upphrópanir eru eitthvað sem gripið er til í pólitískri umræðu en við erum í praktíkinni. Við erum að fara í raunverulegar aðgerðir. Taka raunverulegar ákvarðanir og bjóðum minnihlutanum að því borði ef þau hafa hugmyndir sem ástæða getur veri til að skoða, þá vonandi fara þau þá að sýna á þau spil.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Fyrir kosningar í vor þá var sett eitthvað leikrit í gang sem gekk út á að fjárhagur borgarinnar væri í góðu lagi og breitt yfir staðreyndir. Við sjáum síðan að hallinn nemur 15 milljörðum króna í ár hjá borginni sem er margfalt meiri taprekstur en lagt var upp með fyrir ári,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Verðbólga og Covid faraldur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir tvær meginástæður fyrir tapinu. „Verðbólgan er stærsta ástæðan. Það er helmingurinn af skýringunni en stór hluti af skýringunni er líka fjórða bylgja Covid sem var fyrstu mánuði ársins. Þá þarf að tvöfalda vaktir og vera með fleira fólk í skólum.“ Dagur segir að svona sé staðan einnig hjá öðrum sveitarfélögum enda hafi verðbólga og Covid faraldur áhrif um land allt. Stóra gatið sé málaflokkur fatlaðs fólks sem sé vanfjármagnaður miðað við lagaskyldurnar að sögn Dags. 92 tillögur að hagræðingu hafa verið lagðar fram. Lesa má um þær í fréttinni hér að neðan. En dugar þetta til? „Við þurfum til viðbótar að vaxa út úr vandanum og það hefur verið stóra planið í þessu. Alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að fá inn í sínar tekjur fjármuni frá ríkinu vegna málaflokks fatlaðs fólks,“ segir Dagur. Vill frekari aðgerðir Kjartan segir hagræðingaraðgerðirnar ekki duga til. „Það er nauðsynlegt að hagræða en það sér varla högg á vatni. Við sjáum að það er 15 milljarða halli í ár og svo er spáð átta milljarða halla á næsta ári þannig milljarður í hagræðingu er langt frá því að duga og þetta virðist vera einhver táknræn aðgerð.“ Aðspurður segist Kjartan vilja sjá víðtækan sparnað alls staðar í borgarkerfinu og leggja gæluverkefni á hilluna. „Þessi nýi meirihluti sýnir það með Framsókn innanborðs, að minnsta kosti með fyrstu áætlun, að þeir ætla sér ekki að taka á vandanum heldur vera með sýndaraðgerðir upp á einn milljarð og halda svo áfram. Það er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að þetta sem þau kalla sparnaðarfrumvarp að skuldir borgarinnar aukist um 22 milljarða á næst ári.“ Allt og margir í miðlægri stjórnsýslu Þá segir hann ekki tekið á bákni borgarinnar í hagræðingartillögum. „Ætli það séu ekki í kringum tuttugu upplýsingafulltrúar með einum eða öðrum hætti. Það er ekki tekið á þessu, bara sagt að ekki verði ráðnir fleiri en vandamálið er að það eru allt of margir sem vinna í miðlægri stjórnsýslu.“ Dagur segir að tekið sé á öllu. „Við erum að horfa á allt. Bæði stöðugildi í miðlægri stjórnsýslu, umbreytingu, leggja af verkefni, breyta þeim, horfa á hvar sé samleið og svo framleiðis. Þannig við drepum alls staðar niður fæti. Við sjáum að í miðlægri stjórnsýslu þá hefur kostnaður þar dregist saman undanfarin ár en ekki aukist þannig upphrópanir eru eitthvað sem gripið er til í pólitískri umræðu en við erum í praktíkinni. Við erum að fara í raunverulegar aðgerðir. Taka raunverulegar ákvarðanir og bjóðum minnihlutanum að því borði ef þau hafa hugmyndir sem ástæða getur veri til að skoða, þá vonandi fara þau þá að sýna á þau spil.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira