Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna.

Rætt er um fjárhagsstöðu borgarinnar við bæði oddvita Sjálfstæðisflokks og að auki við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Ögurstund er runnin upp í kjaradeilu aðila vinnumarkaðarins og getur brugðið til beggja vona. Fréttastofan verður í beinni.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni.

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hina svokölluðu þriðju vakt eftir að skoðanagrein á Vísi fór á mikið flug. Fréttastofa fór á stúfana í dag og spurði hver það væri á heimilinu sem helst stæði þriðju vaktina.

Kvöldfréttir má hlusta á í beinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×