Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2022 08:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biðlar til fólks að huga að sóttvörnum fyrir hátíðirnar og samkomurnar sem þeim fylgja. Vísir/Egill Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40