Bandarísk transkona ætlar að flýja til Íslands: „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 12:03 Willgohs segir íslenskt samfélag hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. Getty Rynn Willgohs er fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta sem hyggst flytja búferlum til Íslands sökum fordóma og ofsókna sem hún kveðst mæta sem transkona í Bandaríkjunum. Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo. Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo.
Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira