Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 10:00 Rodrigo De Paul er hér í þann mund að vinna boltann af Matthew Ryan áður en Julian Alvarez potaði boltanum í netið og skoraði annað mark Argentínu. Vísir/Getty Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum. HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira
Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira