Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2022 20:05 Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands við fallegan blómvönd frá Espiflöt í Bláskógabyggð en svona blómvendi er verið að selja á meðan átakið stendur yfir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi Árborg Mannréttindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi
Árborg Mannréttindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira