„Hann er ekki að deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2022 10:30 Pele er vissulega á sjúkrahúsi en er ekki í lífslokameðferð. Getty/Stephane Cardinale Brasilíska knattspyrnugoðið Pele liggur ekki á dánarbeðinu eins og einhverjir erlendir fjölmiðlar ýjuðu að fyrir helgi. Fjölskylda Pele hefur nú sagt frá því sem er satt og rétt varðandi veikindi kappans. Fréttir um að hann sé kominn í lífslokameðferð eiga sér ekki stað í raunveruleikanum eða að hann sé hættur að bregðast við krabbameinsmeðferðinnni. Pele "is sick, he is elderly, but at this point he is hospitalized for a lung infection," Kely Arantes Nascimento told the TV channel Globo.#Pele #football #Brazilhttps://t.co/iX2ysI6U1m— DhakaTribune (@DhakaTribune) December 5, 2022 Það lítur út fyrir að Pele hafi hreinlega nælt sér í kórónuveiruna. „Hann er veikur og gamall. Hann er hins vegar á sjúkrahúsi vegna öndunarfærasýkingu. Þegar honum líður betur þá mun hann fara heim,“ sagði Kely Nascimento, dóttir Pele, við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo. Flavia Nascimento, hin dóttir Pele, segir að krabbameinsmferð Pele sé enn í fullum gangi. „Það er ekki gott að fólk sé að segja að hann sé að deyja og að hann sé í lífslokameðferð. Treystið okkur, .það er ekki satt. Hann er ekki í gjörgæslu heldur bara í venjulegu herbergi á spítalanum. Hann er ekki að deyja en hann er að gangast undir meðferð,“ sagði Flavia Nascimento. #Brazil great #Pele not under palliative care, daughter saysFlavia Nascimento downplays reports that he was in end-of-life care https://t.co/K3hfVgdNDa— Gulf News (@gulf_news) December 5, 2022 Pele er nýorðinn 82 ára gamall. Hann hefur lengi verið talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og er sá eini sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum. Hann skoraði 1279 mörk í 1363 leikjum, að meðaltölum vináttuleikjum, sem er heimsmet skráð í heimsmetabók Guinness. Pele skoraði þrjú mörk í úrslitaleikjum HM, fyrst tvö mörk aðeins sautján ára á HM 1958 og svo eitt mark í úrslitaleiknum 1970 þar sem hann lagði líka upp tvö mörk í leiknum. HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Fjölskylda Pele hefur nú sagt frá því sem er satt og rétt varðandi veikindi kappans. Fréttir um að hann sé kominn í lífslokameðferð eiga sér ekki stað í raunveruleikanum eða að hann sé hættur að bregðast við krabbameinsmeðferðinnni. Pele "is sick, he is elderly, but at this point he is hospitalized for a lung infection," Kely Arantes Nascimento told the TV channel Globo.#Pele #football #Brazilhttps://t.co/iX2ysI6U1m— DhakaTribune (@DhakaTribune) December 5, 2022 Það lítur út fyrir að Pele hafi hreinlega nælt sér í kórónuveiruna. „Hann er veikur og gamall. Hann er hins vegar á sjúkrahúsi vegna öndunarfærasýkingu. Þegar honum líður betur þá mun hann fara heim,“ sagði Kely Nascimento, dóttir Pele, við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo. Flavia Nascimento, hin dóttir Pele, segir að krabbameinsmferð Pele sé enn í fullum gangi. „Það er ekki gott að fólk sé að segja að hann sé að deyja og að hann sé í lífslokameðferð. Treystið okkur, .það er ekki satt. Hann er ekki í gjörgæslu heldur bara í venjulegu herbergi á spítalanum. Hann er ekki að deyja en hann er að gangast undir meðferð,“ sagði Flavia Nascimento. #Brazil great #Pele not under palliative care, daughter saysFlavia Nascimento downplays reports that he was in end-of-life care https://t.co/K3hfVgdNDa— Gulf News (@gulf_news) December 5, 2022 Pele er nýorðinn 82 ára gamall. Hann hefur lengi verið talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og er sá eini sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum. Hann skoraði 1279 mörk í 1363 leikjum, að meðaltölum vináttuleikjum, sem er heimsmet skráð í heimsmetabók Guinness. Pele skoraði þrjú mörk í úrslitaleikjum HM, fyrst tvö mörk aðeins sautján ára á HM 1958 og svo eitt mark í úrslitaleiknum 1970 þar sem hann lagði líka upp tvö mörk í leiknum.
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira